Um okkur

Nokkur orð um Indland

Ég fór í mína fyrstu Indlandsferð í byrjun tíuunda áratugarins. Frá því að ég steig fyrst á indverska grundu féll ég fyrir landi og þjóð.

Lífið á Indlandi hefur breyst mikið frá því að ég kom þar fyrst, á þeim árum voru fáir bílar á vegunum, á milli borga og bæja voru malarvegir, algengustu faratækin voru vörubílar og dýr, bifreiðar í almenningseign voru algjör undantekning. Í dag eru hraðbrautir um allt land og bifreiðaeign almennings hefur aukist en mesta aukningin hefur orðið á mótorhjólum sem óhjákvæmilega hefur skapað mikla hljóðmengun, kyrrðin í sveitunum hefur rofnað til muna.

Húsgangavinnsla undir berum himni árið 1994.

Indverjar eru glaðlegt fólk og þeir segja aldrei nei, það er sama hvað er spurt um, frekar segja þeir einhverja vitleysu heldur en að segja að þeir viti ekki hlutina og ef um vörukaup er að ræða þá er vinsælt að afreiða allt “tomorrow” jafnvel þó að varan hafi ekki verið framleidd og hráefnið sé ekki til.

Reynsla mín frá Indlandi

Ég hóf viðskipti við Indverja á árinu 1994 og flutti inn húsgögn og fleira í nokkur ár. Eftir að ég hætti viðskiptum hélt ég áfram að ferðast um landið og núna síðustu sex árin hef ég búið í Rajasthan sex mánuði ársins, sú reynsla hefur gefið mér dýpri skilning á lífinu og fært mig nær kjarnanum í sjálfri mér. Ómetanleg reynsla.

Ég hef valið að dvelja í sveitum og litlum þorpum frekar en stórborgum, lífsbaráttan er erfið í borgunum en í sveitunum er fólk sátt með sitt, það hefur nóg að bíta og brenna, lífið er einfalt og fólkið er sátt með hlutskipti sitt en er þó alltaf að stíga skrefinu lengra til nútímans.

Eins og margt annað í lífinu þá planlagði ég ekki að fara að selja indversk sjöl á Íslandi, það bara gerðist og verð ég að viðurkenna að ég hef mikla ánægju af því að meðhöndla þessi litskrúðugu sjöl og handfjatla þessa áferðarfallegu vöru, auk þess sem ég er áfram í samskiptum við mína ástælu Indverja.

Nokkrar myndir sem sýna hvernig vefnaðarvörur verða til

Glaðleg stúlka selur liti sem notaður er til að lita ýmsa gerðir af vefnaðarvöru.

 

Hver einasti þráður skiptir máli

Hér koma nokkrar myndir úr daglegu lífi á mínum heimslóðum í Rajasthan;

Indverskan konur eru litríkar svo um munar.

Þessar stúlkur bera á annað hundrað kílóa á höfðinu án þess að bera skaða af, þær eru teinréttar og bera sig fallega. Leyndarmálið er hið fullkomna jafnvægi þyngdar og líkamsstöðu.

Saumastofur þjónusta ennþá þorra fólks í Rajasthan.

Götulistamaður.

 

Sólarorkuver við fjallsrætur Mt. Abu.

Framtíðardraumar unga fólksins eru að eignast snjallsíma.

Með bestu kveðju,

Margrét Kjartansdóttir

Sími 893-2552

Netfang; mkjartansdottir@gmail.com